Fjölskylduréttur

Mannréttindi

Sakamál

Ráðgjöf

Öll almenn lögfræðiþjónusta og hagsmunagæsla

fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.


Fjölþætt ráðgjafarþjónusta.

Legal Law Firm Statue
Icelandic Nature

Persónuleg þjónusta og besta ráðgjöf sem völ er á

  • Hjá Consultus er unnið af metnaði og af heiðarleika.
  • Trúnaður og traust eru aðalsmerki Consultus.
  • Fyrsta viðtal er gjaldfrjálst og án skuldbindinga.

Sérsvið Consultus

Einkamál

Fagleg þjónusta til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila á öllum helstu sviðum einkamálaréttarfars.

Fjölskylduréttur

Sérþekking á málum er varða fjölskyldur, þar á meðal málefni barna, bæði barnaverndarmál og mál sem varða umgengni, lögheimili og forsjá barna, hjúskaparrétt o.fl.

Samskipti borgara

og stjórnvalda

Áralöng þekking á málum sem tengjast samskiptum borgara og stjórnvalda.

Hér undir falla meðal annars mál sem tengjast almennri félagslegri þjónustu, fötlunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem og starfsmannamál.

Mannréttindi

Áhersla lögð á öfluga hagsmunagæslu til verndar grundvallarréttindum borgaranna óháð kyni, trú, efnahag, skoðunum, þjóðerni eða stöðu þeirra að öðru leyti.

Sakamál

Verjandastörf og réttargæsla á rannsóknar- og dómsstigi.

Áralöng þekking á opinberum málum, þar á meðal kynferðisbrotum, ekki síst hagsmunagæsla fyrir börn sem hafa upplifað eða orðið vitni að ofbeldi.

.

Sáttamiðlun

Consultus býður upp á þjónustu sem felur í sér sáttamiðlun á öllum sviðum, bæði fyrir einstaklinga og lögaðila. Hér undir falla meðal annars fjölskyldudeilur, vinnustaðadeilur, viðskiptadeilur og nágrannadeilur.


Sérstök þekking er hjá Consultus á sáttamiðlun sem tengjast málefnum fjölskyldna og barna.


Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, þar sem aðilar eru sjálfviljugir þátttakendur, í trúnaði, og með hjálp sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins.


Sáttamiðlari er hlutlaus og óhlutdrægur aðili sem aðstoðar deiluaðila við að skilja stöðu sína, þarfir og sameiginlega hagsmuni svo þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu með samkomulagi.


Sáttamiðlun er hagkvæm leið til að leysa ágreiningsmál. Með sáttamiðlun má komast hjá löngum og kostnaðar-sömum deilum fyrir dómstólum.


Lawyer consultant shaking hand with client in law firm.
Icelandic Nature

Ráðgjöf

Markmið Consultus

  • Styrkja stjórnendur og starfsemi viðskiptavina sinna með praktískum lausnum sem byggja á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu.
  • Viðskiptavinir fái heildstæða, faglega, lögfræðilega og persónulega þjónustu hjá reyndum sérfræðingum.

Stjórnunarráðgjöf

Consultus veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf um allt sem tengist stjórnun, ráðningum, mannauðsmálum og rekstri stofnana og fyrirtækja, bæði stórra og smárra.


Consultus veitir ráðgjöf vegna skipulagsbreytinga og breytinga á starfsemi auk margs konar mála sem kunna að koma upp á vinnustað. Veitt er ráðgjöf sem á sviði ráðninga, uppsagna og skipulagsbreytinga. Einnig er veitt ráðgjöf og þjónusta þegar stjórnendur vilja efla hæfni sína á sviði stjórnunar og mannauðsmála, þar á meðal hvernig unnt er að styðja við fjölbreytileika á vinnustað.


Stjórnunarráðgjöf Consultus byggir á yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á nýjustu straumum og stefnum í mannauðsmálum.

Ráðgjöf um veitingu velferðarþjónustu

Á vegum Consultus er jafnframt boðið upp á heildstæða ráðgjöf er varðar vinnslu heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu út frá bæði lögfræðilegu og faglegu sjónarhorni.


Veitir Consultus fræðslu og ráðgjöf um skipulag þjónustu og starfsemi, svo sem úttekir á starfsemi, verklagi og þjónustu sem opinberir aðilar og einkaaðilar bjóða upp á.

Black Sand Beach

Um Consultus

Consultus er lögmannsstofa og ráðgjafarfyrirtæki með víðtæka reynsla af öllum almennum lögfræðistörfum og stjórnun.


Fagmannleg, vönduð og persónuleg þjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög.


Hjá Consultus er unnið af metnaði og heiðarleika.


Trúnaður og traust eru aðalsmerki Consultus.


Hjá Consultus er veitt framsækin og fagleg þjónusta þar sem áhersla er lögð á árangur fyrir viðskiptavini.


Á vegum Consultus er veitt öflug réttindagæsla gagnvart stjórnvöldum sem og fyrir dómstólum.


Fyrsta viðtal er gjaldfrjálst og án skuldbindinga.


Almennt miðast þóknun við unnar stundir.

Í vissum tilvikum tekur Consultus að sér mál þar sem engin þóknun greiðist nema tilskilinn árangur náist. Upphæð slíkrar árangurstengdar þóknunar er þá samningsatriði hverju sinni.


Nánari upplýsingar um tímagjald og skilmála má nálgast hjá Consultus.

Heiða Björg Pálmadóttir

eigandi - lögmaður - sáttamiðlari - ráðgjafi

heida@consultus.is

Heiða Björg lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut leyfi til starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2008.


Hún var forstjóri Barnaverndarstofu á árunum 2018 – 2021 og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu 2021 – 2023.


Eftir útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands starfaði hún jafnframt sem yfirlögfræðingur Barnaverndarstofu á árunum 2009-2018, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis 2006-2008 og var lögfræðingur á sjúkratryggingasviði Tryggingastofnunar ríkisins 2004-2006.


Heiða Björg starfaði um árabil sem stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.


Hún hefur lokið námskeiði hjá Sáttamiðlunarskólanum til að starfa sem sáttamiðlari.


Heiða Björg er reyndur fyrirlesari og hefur haldið fjölda fyrirlestra og erinda á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og fundum.


Hún hefur mikla reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu auk þekkingar og reynslu af refsirétti, þar á meðal kynferðisbrotum.


Heiða Björg er kraftmikill reynslubolti. Auk lögfræðilegrar þekkingar býr hún yfir víðtækri reynslu af rekstri og stjórnun hjá hinu opinbera.


Hún hefur mikla reynslu af flóknum lögfræðilegum úrlausnarefnum, stefnumótun, ferlavinnu, breytingastjórnun og flókum úrlausnarefnum tengdum mannauðsmálum.


Fyrsta skrefið er að hafa samband og fá ráðgjöf um mögulegar lausnir.


Hafðu samband með því að senda tölvupóst eða hringja.


Fyrsta viðtal er gjaldfrjálst og án skuldbindinga.


Map Pin

Consultus lögfræðiþjónusta og ráðgjöf ehf.

Hafnarhvoll

Tryggvagata 11

101 Reykjavík

Phone Icon Vector. Telephone Icon Symbol Isolated. Call Icon
Envelope Icon for Email
White Facebook Logo Social Media Icon
LinkedIn Logo 蓝白领英社交媒体

(+354) 865-6065

kt. 440923-1270

Vsk. nr. 150109

Þessi vefsíða notar ekki vafrakökur (cookies)